Monthly Archives: janúar 2024

Heimildamynd um Laxá á Keldum

Kvikmyndagerðarmaðurinn Kári G. Schram hefur veg og vanda að gerð heimildarmyndar um verkefni okkar. Kári hefur komið við sögu í öllum þáttum íslenskrar kvikmyndagerðar. Í um 30 ár hefur Kári verið einn af leiðtogum Íslands í skapandi heimildamyndum og sjónvarpsframleiðslu. Hann starfar sem leikstjóri, framleiðandi og rithöfundur.

Viðtal við Guðmund Inga Hjartarson – Podcast þáttur hjá „Þrír á Stöng“

Guðmundur Ingi Hjartarson, betur þekktur sem Dommi, kíkti til okkar og ræddi 30 ára draum sem hann er að láta rætast. Forritarinn sem sneri sér að fiskirækt er með margar frábærar veiðisögur í farteskinu og er að gera virkilega spennandi hluti sem leigutaki og veiðimaður Njótið kæru því við nutum.