Gamli árfarvegurinn Milli Keldnalækjar og Haldfossa rann áin þar til varnargarður var settur upp árið 1968. Áin hafði rutt sér yfir um 60 hektara svæði og valdið verulegu landbroti. Nú er búið að veita vatni aftur í gamla árfarveginn og skapa ný búsvæði fyrir lax og silung. Á sama tíma gefst tækifæri til að endurheimta […]
Author Archives: Guðmundur Ingi Hjartarson
Jóhannes Sturlaugsson – Björn Theodórsson Forathuganir 2021-2023 vísa til þess að ársvæðið ofan Tungufoss í Eystri-Rangá henti laxi þegar komið er upp fyrir lindána Teitsvötn. Þetta eru upplýsingar sem gleðja þá sem standa að því að koma upp sjálbærum laxastofni í þessari verðandi vin laxins í Eystri-Rangá. Um leið er ekki að efa að veiðiréttarhafar […]
Enn eru hlutirnir að raungerast. Við hófum fiskirækt í efri hluta Eystri Rangár fyrir fjórum árum. Grófum þá yfir 120.000 hrögn í 22 holum og slepptum í fyrra um 60.000 seiðum í ána með hjálp góðra vina. Skilyrði fyrir ofan Tungufoss eru mjög góð, hitastig og möl til hrygninga með besta móti. Settum niður hita-sírita […]
Við rafveiddum með Jóhannesi Sturlaugssyni í fyrra og þá kom í ljós að hrognagröftur og seiðasleppingar gengu vel. Fundum klakseiði og seiðin sem var sleppt í fyrra eru komin í þá stærð að ganga til sjávar. Vel haldin sagði Jóhannes. Laxaseiðin þyngdarmæld og lengdarmæld og tekin til frekari rannsókna. Mikið magn bleikjuseiða fannst einnig.
Kvikmyndagerðarmaðurinn Kári G. Schram hefur veg og vanda að gerð heimildarmyndar um verkefni okkar. Kári hefur komið við sögu í öllum þáttum íslenskrar kvikmyndagerðar. Í um 30 ár hefur Kári verið einn af leiðtogum Íslands í skapandi heimildamyndum og sjónvarpsframleiðslu. Hann starfar sem leikstjóri, framleiðandi og rithöfundur.
Guðmundur Ingi Hjartarson, betur þekktur sem Dommi, kíkti til okkar og ræddi 30 ára draum sem hann er að láta rætast. Forritarinn sem sneri sér að fiskirækt er með margar frábærar veiðisögur í farteskinu og er að gera virkilega spennandi hluti sem leigutaki og veiðimaður Njótið kæru því við nutum.
Norður-Atlantshafslaxinn, hefur staðið frammi fyrir hnignun á undanförnum áratugum vegna ýmissa umhverfisáskorana og mannlegra athafna. Í viðleitni til að endurlífga og stækka laxastofninn er athyglisvert verkefni í gangi við að stækka eina gjöfulustu laxveiðiá landsins og efla náttúrulega hrygningu. Þetta framtak miðar ekki aðeins að því að efla laxastofninn heldur einnig að stuðla að heildarheilbrigði […]
Það má segja að hlutirnir séu loks að raungerast. Við Lydur Skulason frændi hófum fiskirækt í efri hluta Eystri Rangár fyrir tveimur árum. Grófum yfir 120.000 hrögn í 22 holum og slepptum í fyrra um 60.000 seiðum í ána með hjálp góðra vina. Skilyrði fyrir ofan Tungufoss eru mjög góð, hitastig og möl til hrygninga […]
Jóhannes Sturlaugsson og Björn Theódórsson Það má segja að þetta verkefni sé nánast ekki með fordæmum en umsögn fiskifræðinganna sem sögðu að þetta væri líklega eina stóráin sem enn væri hægt að byggja upp á Íslandi og þó víðar væri leitað. Við rannsóknir síðasta sumar kom oft upp spurningin: “af hverju er enginn búinn að […]