Laxá á Keldum á aðalupptök sín í Rangárbotnum, suðvestur af Laufafelli i um 600 m hæð yfir sjávarmáli. Frá upptökum til ósa eru 61 km. Áin er að stofni til lindá en þó fellur til hennar nokkuð af dragvatni og einnig litilsháttar jökulvatn. Þar rennur hún við jaðar Hekluhrauna uns hún fer út á þau við við Rauðnefsfjall

Vatnasviðið er 562 KM2. Meðalrennsli árinnar að Tungufoss er um 20 m3/sek.

Laxá á Keldum er lindá en hún hefur einnig dragár– og jökulþátt. Jökulþáttinn sækir hún til Tindfjallajökuls.

Hafa samband

Norður-Atlantshafslaxinn, hefur staðið frammi fyrir hnignun á undanförnum áratugum vegna ýmissa umhverfisáskorana og mannlegra athafna. Í viðleitni til að endurlífga og stækka laxastofninn er athyglisvert verkefni okkar í gangi við að stækka eina gjöfulustu laxveiðiá landsins og efla náttúrulega hrygningu. Þetta framtak miðar ekki aðeins að því að efla laxastofninn heldur einnig að stuðla að heildarheilbrigði vistkerfisins árinnar.

Stækkun og efling laxveiðiáa er mikilvægur þáttur í þeirri stefnu sem miðar að því að efla laxastofninn í Norður-Atlantshafi. Verkefnið felur í sér að opna fleiri búsvæði, sem gerir laxi kleift að komast inn á ný hrygningarsvæði

Lesa nánar

Lífið lifnar við í gamla árfarveginum – Stórkostlegar framkvæmdir við Laxá á Keldum

Gamli árfarvegurinn Milli Keldnalækjar og Haldfossa rann áin þar til varnargarður var settur upp árið [...]

Seiðasleppingar júlí 2024

Enn eru hlutirnir að raungerast. Við hófum fiskirækt í efri hluta Eystri Rangár fyrir fjórum [...]

Laxá á Keldum í vetrarbúningi sínum

Viðtöl við Jóhannes Sturlaugsson, Björn Theodórsson, Lýð Skúlason og Guðmund Inga Hjartarson. Sagt er frá [...]

Heimildamynd Laxár á Keldum #1

Stækkun laxveiðiár með áherslu á náttúrulega hrygningu táknar framsýna og sjálfbæra nálgun til að efla [...]

Fiskiræktarátak Laxár á Keldum

Norður-Atlantshafslaxinn, hefur staðið frammi fyrir hnignun á undanförnum áratugum vegna ýmissa umhverfisáskorana og mannlegra athafna. [...]

Hrognagröftur og seiðasleppingar

Það má segja að hlutirnir séu loks að raungerast. Við Lydur Skulason frændi hófum fiskirækt [...]

Umsagnir fiskifræðinga

Jóhannes Sturlaugsson og Björn Theódórsson Það má segja að þetta verkefni sé nánast ekki með [...]

Hitasíritar settir niður

Mælingar á hitastigi Eystri Rangár Framkvæmdar hafa verið mælingar á hitastigi Eystri Rangá til að [...]

Viðtal við Guðmund Inga Hjartarson – Podcast þáttur hjá „Þrír á Stöng“

Guðmundur Ingi Hjartarson, betur þekktur sem Dommi, kíkti til okkar og ræddi 30 ára draum [...]

Heimildamynd um Laxá á Keldum

Kvikmyndagerðarmaðurinn Kári G. Schram hefur veg og vanda að gerð heimildarmyndar um verkefni okkar. Kári [...]

Fossdalir og Rangárþing ytra gera samning um leigu á efri hluta Eystri Rangár

Undiritun leigusamnings milli Rangárþings Ytra og fossdala ehf um leigu á lóðum á jörðunum Fossi [...]

Fleiri greinar

Fishing license

Veiðisvæðið nær frá Hafrafelli og að Tungufossi. Tvær lindár eru á svæðinu og heita Keldnalækur og Teitsvötn. Í ánni er stunduð vorveiði í apríl og er uppistaða veiðinnar staðbundinn urriði og bleikja. Von er á stórum löxum sem hefur verið sleppt í ána.  Stærð þeirra er frá 50cm og upp í 86cm. Sex stangir eru leyfðar á svæðinu í ánni sjálfri og í Keldnalæk eru tvær stangir og fylgir seldum veiðileyfum leiðsögumaður. Leyft er að veiða á flugu en öllum fiski skal sleppt.  Þar sem silungsveiði hefur ekki verið leyfð áður þá verður þetta í fyrsta skipti sem veiði verður stunduð.  Þeir sem munu sækja þennan stað munu ekki verða fyrir vonbrigðum með hversu falleg áin er og von er á góðum fiskum. 

Fyrirspurn um veiði Kaupa veiðileyfi
Skoða myndasafn

Staðarhaldarar og verkstjórn

Lýður Skúlason
Formaður veiðifélags

Guðmundur Ingi
Framkvæmdastjóri

Hafa samband

Sendu okkur fyrirspurn

Um Laxá á Keldum

Laxá á Keldum á aðalupptök sín í Rangárbotnum, suðvestur af Laufafelli i um 600 m hæð yfir sjávarmáli. Frá upptökum til ósa eru 61 km. Áin er að stofni til lindá en þó fellur til hennar nokkuð af dragvatni og einnig lítilsháttar jökulvatn. Þar rennur hún við jaðar Hekluhrauna uns hún fer út á þau við Rauðnefsfjall. Vatnasviðið er 562 KM2. Meðalrennsli árinnar að Tungufoss er um 20 m3/sek. 

Staðsetning

Keldur  / Austurheiði
Foss / Árbær
Rangárvallasýslu

netfÖng

gudmundur@fossdalir.is
lydur@fossdalir.is

Sími

8608300

Fyrirspurnir