Laxá á Keldum á aðalupptök sín í Rangárbotnum, suðvestur af Laufafelli i um 600 m hæð yfir sjávarmáli. Frá upptökum til ósa eru 61 km. Áin er að stofni til lindá en þó fellur til hennar nokkuð af dragvatni og einnig litilsháttar jökulvatn. Þar rennur hún við jaðar Hekluhrauna uns hún fer út á þau við við Rauðnefsfjall
Vatnasviðið er 562 KM2. Meðalrennsli árinnar að Tungufoss er um 20 m3/sek.
Laxá á Keldum er lindá en hún hefur einnig dragár– og jökulþátt. Jökulþáttinn sækir hún til Tindfjallajökuls.