Við rafveiddum með Jóhannesi Sturlaugssyni í fyrra og þá kom í ljós að hrognagröftur og seiðasleppingar gengu vel. Fundum klakseiði og seiðin sem var sleppt í fyrra eru komin í þá stærð að ganga til sjávar. Vel haldin sagði Jóhannes. Laxaseiðin þyngdarmæld og lengdarmæld og tekin til frekari rannsókna. Mikið magn bleikjuseiða fannst einnig.