Seiðasleppingar júlí 2024

Enn eru hlutirnir að raungerast. Við hófum fiskirækt í efri hluta Eystri Rangár fyrir fjórum árum. Grófum þá yfir 120.000 hrögn í 22 holum og slepptum í fyrra um 60.000 seiðum í ána með hjálp góðra vina. Skilyrði fyrir ofan Tungufoss eru mjög góð, hitastig og möl til hrygninga með besta móti. Settum niður hita-sírita frá Star Odda í fyrra og eigum núna hitamælingar sem sýna það að hér eru kjöraðstæður. Við rafveiddum í fyrra með Jóhannes Sturlaugsson og þá kom í ljós að þetta hefur heppnast mjög vel. Fundum klakseiði og seiðin sem var sleppt í fyrra eru komin í þá stærð að ganga til sjávar. Seiðin voru mjög vel haldin og sum hver þegar gengin til sjávar.

Núna bætum við enn í og förum í hrognagröft og sleppingar ásamt því að flytja lifandi laxa á svæðið. Seiðasleppingar í júli gengu mjög vel og náðum við loks að klára svæðin á efri hluta árinnar og slepptum rúmlega 100.000 seiðum. Með hjálp góðra manna og vina er þetta hægt. Við þökkum öllum þeim sem hafa lagt okkur lið með þetta stóra verkefni. Við þökkum einnig Veiðifélagi Eystri Rangár fyrir þeirra aðstoð en þau hafa stutt við verkefnið á einstakan hátt og útvegað okkur seiði og laxa til sleppinga.

Stækkun búsvæða fyrir laxinn okkar skiptir miklu máli til að vernda stofninn okkar. Það veitir ekki af á þessum tímum að stækka og búa til ný búsvæði fyrir laxinn okkar. Laxá á Keldum er mikið vatnasvæði með einstaklega góðum skilyrðum fyrir laxinn okkar.

Þetta er fyrsti vísirinn af því að gera ána og vatnasvæðið sjálfbært til hrygninga. Áin er þrisvar sinnum stærri en Elliðaárnar og Laxá á Leirársveit að stærð.

Kári G Schram hefur verið með okkur frá upphafi og hér má sjá brot út heimildarmynd sem við erum með í smíðum.

Það veitir ekki af á þessum tímum að stækka og búa til ný búsvæði fyrir laxinn okkar.

Sleppingar laxa á nú búsvæði, seiðasleppingar og hrognagröftur

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *