Hrognagröftur og seiðasleppingar

Það má segja að hlutirnir séu loks að raungerast. Við Lydur Skulason frændi hófum fiskirækt í efri hluta Eystri Rangár fyrir tveimur árum. Grófum yfir 120.000 hrögn í 22 holum og slepptum í fyrra um 60.000 seiðum í ána með hjálp góðra vina. Skilyrði fyrir ofan Tungufoss eru mjög góð, hitastig og möl til hrygninga með besta móti. Settum niður hita-sírita frá Star Odda í fyrra og eigum núna hitamælingar sem sýna það að hér eru kjöraðstæður. Við rafveiddum um daginn með Jóhannes Sturlaugsson og þá kom í ljós að þetta hefur heppnast mjög vel. Fundum klakseiði og seiðin sem var sleppt í fyrra eru komin í þá stærð að ganga til sjávar. Núna bætum við enn í og förum í hrognagröft og sleppingar ásamt því að flytja lifandi laxa á svæðið.

Kári G Schram hefur verið með okkur frá upphafi og hér má sjá brot út heimildarmynd sem við erum með í smíðum.

Það veitir ekki af á þessum tímum að stækka og búa til ný búsvæði fyrir laxinn okkar.

Sleppingar laxa á nú búsvæði, seiðasleppingar og hrognagröftur

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *