Fossdalir og Rangárþing ytra gera samning um leigu á efri hluta Eystri Rangár

Undiritun leigusamnings milli Rangárþings Ytra og fossdala ehf um leigu á lóðum á jörðunum Fossi og Árbæ, veiðiréttindi fylgja leigunni.

Áform Fossdala ehf er að gera efri hluta Eystri Rangár ofan Tungufoss að uppeldisstöð laxa þar sem náttúrulegt klak getur átt sér stað.

Ef þessi áform ganga eftir þá gæti þessi hluti árinnar orðið gjöful laxveiði á með tíð og tíma sem skilaði af sér sjálfbærri Eystri Rangá sem er ein af gjöfulustu veiði ám landsins í dag fyrir neðan Tungufoss.

Fossdalir þakkar gott samstarf og stuðnings sveitarsjórnar Rangárþings Ytra sem stutt hefur við áform félagsins en á sama tíma gætt hagsmuna sveitarfélagsins og að allt verkefnið verði í sátt við samfélagið og náttúru sjónarmið séu höfð í hávegum.

Guðmundur Ingi Hjartarson f.h. Fossdala, Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri Rangárþings ytra og Lýður Skúlason f.h. Fossdala.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *