Umsagnir fiskifræðinga

Jóhannes Sturlaugsson og Björn Theódórsson

Það má segja að þetta verkefni sé nánast ekki með fordæmum en umsögn fiskifræðinganna sem sögðu að þetta væri líklega eina stóráin sem enn væri hægt að byggja upp á Íslandi og þó víðar væri leitað. Við rannsóknir síðasta sumar kom oft upp spurningin:

 “af hverju er enginn búinn að gera þetta? “

Margt bendir til þess að áin geti verði sjálfbær með klak og þyrfti eftir einhver ár lítinn stuðning með seiðasleppingum, þetta ætti ekki einungis við um ána fyrir ofan Tungufoss heldur hafa mikil áhrif á Eystri Rangá fyrir neðan fossinn en þar er afar lítið náttúrulegt klak vegna þess hve botninn er sendinn, þannig gæti áin átt alla möguleika til að verða ein stærsta og gjöfulusta laxveiðiá landsins.

Hverju skilar þetta

Stuðningur við Norður Atlantshafslaxastofninn og tug milljóna innspýting í hagkerfi sveitafélaganna beggja megin árinnar styrkir byggðina og getur alið af sér frekari uppbyggingu. Stækkun og efling laxveiðiáa er mikilvægur þáttur í þeirri stefnu sem miðar að því að efla laxastofninn í Norður-Atlantshafi. Verkefnið okkar felur í sér að opna fleiri búsvæði, sem gerir laxi kleift að komast inn á ný hrygningarsvæði. Með því að auka möguleika svæðisins til náttúrulegrar æxlunar tekur verkefnið á helstu takmörkunum sem laxastofnar standa frammi fyrir í lífsgöngu sinni.

Að byggja upp nýja laxveiðiá á heimsmælikvarða kostar mikið og þar þarf þolinmótt fé.

því þarf að fara þarf í miklar fjárfestingar til að möguleiki verði á að áin verði fiskgeng og aðgengileg sem veiðiá, þetta verkefni getur hlaupið á hundruðum milljóna en getur líka skilað þeim sem að standa og öðrum landeigendum arði sem um munar með tíð og tíma svo ekki sé talað um störfin sem myndast þegar áin fer í rekstur.  

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *