Draumurinn um ána og að efla villta laxinn okkar.

Frá því ég var lítill polli hef ég verið með óafturkræfa veiðidellu og játa það segir Guðmundur Ingi Hjartarson eða Dommi eins og hann er kallaður. Ég vissi það ekki þá sem 10 ára gutti að áin við Keldur væri að mestu fisklaus þar sem Tungufoss hamlar því að laxinn komist upp á þessi svæði. 

Við heyskap

Við vorum einu sinni við heyskap við Hald og þá sá ég alla þessa dýrð. Haldfossarnir í ölli sínu veldi og þar rétt hjá gamall árfarvegur sem var þornaður upp  Fyrir neðan rennur Keldnalækur þar við rétt fyrir neðan með sínar lindáruppsprettur   Ég stóðst ekki mátið og hljóp niður að á og buslaði þar í smástund.  Lýður frændi minn, faðir hans Skúlí Lýðsson og Pabbi kölluðu á mig og sögðu mér að koma til baka.  Hvað varstu eiginlega að gera þarna spurðu þeir? „Ég var bara að athuga hvort það væri fiskur þarna.“  Skúli sagði mér að það væri ekki fiskur í þessari á. Og hvað stoppar það spurði ég.  Allar ár eru með fiskum í hélt ég fram.  „Tungufossinn stoppar“  það sagði Skúli aftur.  Ég hugsaði lengi um þetta og gat aldrei hætt að hugsa um þetta.  Þessi á með Keldnalæk og Teitsvötnin sitt hvorum megin með sínar gríðarlegu lindársuppprettur.  Vatnasvæðið er yfir 25km svæði.

Keldnalækur

Nokkrum árum síðar þá fór ég útí Hald með Sigga mági mínum að skjóta gæsir. Á leiðinni tilbaka kom ég við í Keldnalæk og óð þar út í.  Fann þar ca. punds bleikju og sagði Drífu systur minni og Skúla frá því.  Þau horfðu á hvort annað og sögðu það gæti ekki verið.  „Það hefur einhver fugl flogið með hann þarna yfir og misst hann sagði Drífa.

Lýður frændi minn, elsti sonur Drífu og Skúla á Keldum þekkir hvern hól og hverja þúfu á þessu svæði.  Keldur, Foss, Árbær, Reynifell eiga sér mikla sögu þarna eins og flestir þekkja. 

Keldur kemur við sögu í nokkrum af þekktustu bókum Íslendinga, m.a. Brennu-Njáls sögu, Sturlunga sögu og Þorláks sögu en fyrsti ábúandi Keldna var landnámsmaðurinn Ingjaldur Höskuldsson sem kemur við sögu í Njálu.  Þar var jafnframt eitt af höfuðbólum Oddaverja

Núna vitum við meira og eftir margra ára hugmyndavinnu erum við komin af stað með verkefnið okkar. Það eru forréttindi að geta sinnt áhugamálum sínum og unnið að eflingu villta laxsins okkar.

 

 

Guðmundur Ingi Hjartarson

Lýður Skúlason